Vegna viðgerða er nauðsynlegt að loka fyrir heita vatnið á stórum hluta Brekkunar á Akureyri, segir í tilkynningu frá Norðurorku. Hægt
er að sjá nánari lýsingu á heimasíðu fyrirtækisins,
http://www.no.is/
Lokað verður fyrir heita vatnið kl. 16.00 í dag og reikna má með að lokunin standi fram eftir kvöldi. Vakin er athygli á
því að Sundlaug Akureyrar verður lokuð eftir kl. fjögur í dag.