Vegna aukinnar útbreiðslu CoVid-19 í samfélaginu hefur verið ákveðið að sundlauginni á Svalbarðseyri verði lokað þar til nýjar upplýsingar munu liggja fyrir frá sóttvarnalækni og embætti landlæknis.
Þetta kemur fram á vefsíðu Svalbarðsstrandarhrepps og þess getið að sundlaugin á staðnum sé lítil og því erfitt að viðhalda þeim reglum sem settar eru varðandi fjarlægðarmörk. Því var ákveðið að loka sundlauginni og var það gert í gær.