Lögreglan með viðbúnað

Eins og undanfarin ár má búast við mikilli umferð um næstu helgi á þjóðvegum landsins. Lögreglan mun hvarvetna auka eftirlit í því skyni að umferðin gangi greiðlega og slysalaust fyrir sig.  Lögreglan á Akureyri býst við að margir leggi leið sýna til Akureyrar eins og undanfarin ár enda margt um að vera í bænum.  Sérstök áhersla verður lögð á eftirlit með umferðinni til að halda umferðarhraða innan löglegra marka.

Ástæða er til að vekja athygli á að ný reglugerð um sektir vegna brota á hámarkshraða hefur tekið gildi.  Hafa sektir vegna hraðaksturs hækkað mikið og má sem dæmi nefna að ökumaður sem kærður er fyrir að aka á bilinu 111-120 km/klst hraða  þurfti áður að borga þrjátíu þúsund krónur í sekt en þarf nú að borga fimmtíu þúsund krónur. Sekt fyrir að aka á bilinu 131-140 km/klst hefur hækkað úr sextíu þúsund krónum í eitthundrað og þrjátíu þúsund auk eins mánuðar sviptingar ökuleyfis.Vonandi hafa ökumenn þetta í huga um helgina og haga akstri sínum samkvæmt því og stuðla þannig jafnframt að slysalausri helgi.


Nýjast