Lögreglumenn hjá embætti lögreglustjórans á Norðurlandi eystra halda uppi sérstöku eftirliti með veitingastöðum og skemmtistöðum í umdæminu þessa dagana. Átakið hófst um síðustu helgi og stendur fram yfir næstu helgi. Áhersla er lögð á að skoða hvort ekki séu til staðar gild rekstrarleyfi, dyraverðir með réttindi og að aldur starfsmanna við áfengissölu sé í lagi, gestafjöldi innan leyfilegra marka, aldurstakmörk virt sem og að opnunartími sé virtur.
-þev