14. nóvember, 2009 - 22:45
Lögreglan á Akureyri leitar að vitnum að árekstri sem varð þann 11. nóvember síðast liðinn. Áreksturinn varð á
Þórunnarstræti við Gléráreyrar (sunnan Glerártorgs) um klukkan 17:40. Þarna varð árekstur með hvítri Kia Sportage
bifreið og blárri Toyota Hiace sendibifreið. Þeir sem kynnu að hafa verið vitni að árekstrinum eru beðnir um að hafa samband við lögregluna
á Akureyri í síma 464 7700.