Mennirnir voru látnir lausir að loknum yfirheyrslum og er málið til rannsóknar. Auk þessa er annar mannanna grunaður um að hafa ekið bifreiðinni sem þeir voru á undir áhrifum fíkniefna. Í miðjan dag í dag voru síðan tveir menn á þrítugsaldri handteknir á Akureyri og reyndust þeir hafa í fórum sínum 5 grömm af amfetamíni og talsvert magn af mismunandi tegundum lyfseðilsskyldra lyfja sem voru haldlögð. Þeim var sleppt að loknum yfirheyrslum og telst málið upplýst.
Sem fyrr minnir lögreglan á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.