Þá sækist Jónas Abel Mellado eftir 3. - 4. sæti á lista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi. Hann er 22 ára afgreiðslumaður í Bónus á Akureyri. Jónas er fæddur og uppalinn á Akureyri og er stúdent af málabraut Menntaskólans á Akureyri. Jónas er í stjórn Sölku, félags Ungra Jafnaðarmanna á Akureyri og hefur verið virkur í starfi ungliða. Einnig á hann einn dreng, Magnús Adrían Mellado 2 ára. "Ég býð mig fram til að svara kalli almennings um endurnýjun og vera fulltrúi ungu kynslóðarinnar á þingi."