Loftfimleikakona slasaðist á sýningu Sirkus Agora

Loftfimleikakona úr fjölleikahúsinu Sirkus Agora slasaðist er hún féll úr 4-5 metra hæð og niður á gólf á sýningu á Akureyri nú fyrir stundu. Konan var flutt á slysadeild FSA en hún var ekki talin alvarlega slösuð.  

Fjöldi gesta var á sýningu fjöllleikahússins og að vonum var mörgum brugðið þegar óhappið varð. Sirkus Agora er komið til landsins með 150 metra langa vagnalest og ferðast um landið og setur upp sýningar á 10 stöðum frá 29. ágúst til 16. september. Sirkus Agora er að fagna 20 ára starfsafmæli sínu þetta árið og kusu forráðamenn Agora að koma til Íslands til að fagna þeim áfanga. Sirkusinn verður á Akureyrarvöku um helgina.

Nýjast