Lóðum fyrir 120 milljónir króna skilað inn að undanförnu

Lóðum, bæði íbúðar- og iðnaðarlóðum hefur verið skilað inn til Akureyrarbæjar að undanförnu fyrir um 120 milljónir króna. "Við veittum lóðarhöfum ákveðinn frest í 12 mánuði og margir hafa nýtt sér hann," segir Sigrún Björk Jakobsdóttir bæjarstjóri.  

Hún segir að hér nyrðra horfi menn upp á allt aðra og betri stöðu í þessum málum en á suðvesturhorni landsins þar sem lóðum hefur að undanförnu verið skilað inn til sveitarfélaga fyrir milljarða króna. Þá getur bæjarstjóri þess að gatnagerðargjöld hafa verið hófstillt hér og ekki hefð fyrir því að selja  byggingarrétt á einstaka lóðum.

Nýjast