Ljós, kamera, ASKJÓN og stutt- myndanámskeið fyrir ungmenni

Ungmenna Húsið, félagsmiðstöðvar í hverfum Akureyrar ásamt félagsmiðstöðvum og ungmennahúsum í Fjallabyggð, Dalvík, Norðurþingi, Langanesbyggð og Þingeyjarsveit kynna: Alhliða námskeið í stuttmyndagerð á tveimur dögum. Farið verður í handritsgerð, kvikmyndatöku, leikstjórn og klippingu.  

Kennslan er í höndum Kristjáns Kristjánssonar sem gerði m.a. Venna Páer þættina. Kennt verður 10. og 11. október að Laugum. En það námskeið er orðið fullt. Kennt verður 17.og 18. október í Ungmenna-Húsinu í Rósenborg á Akureyri. Örfá sæti laus! Kennt verður báða dagana frá kl. 9:00 til kl. 17:00. Kennslan er góður grunnur fyrir þá sem ætlar sér a keppa í Stulla 2009 sem fer fram í desember.

Skráning er í síma 460-1240 eða á husid@akureyri.is Skráningarfrestur rennur út þann 8. okt og er aðgangur ókeypis. Námskeiðið er haldið vegna myndarlegs styrks frá Eyþingi og Rarik.

Nýjast