Líkur á millilandaflugi næsta sumar

Mynd/Auðunn Níelsson
Mynd/Auðunn Níelsson

Lággjaldaflugfélög frá Þýskalandi, Bretlandi og Skandinavíu kanna möguleika á millilandaflugi frá Akureyri og svo gæti farið að millilandaflug hefjist strax næsta sumar. Þetta segir Arnheiður Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. Hún segir Easy Jet og Norweigan vera á meðal þeirra flugfélaga sem sýnt hafa Akureyri áhuga en staðestir að fleiri erlend flugfélög séu í sigtinu.

Hún vonast til þess að viðræður gangi hratt fyrir sig. „ Við erum að vonast til þess að það verði hægt að hefja millilandaflug strax næsta sumar en það er ómögulegt að staðfesta það.“

throstur@vikudagur.is

Nánar er fjallað um málið og rætt við Arnheiði í prentútgáfu Vikudags

Nýjast