Lággjaldaflugfélög frá Þýskalandi, Bretlandi og Skandinavíu kanna möguleika á millilandaflugi frá Akureyri og svo gæti farið að millilandaflug hefjist strax næsta sumar. Þetta segir Arnheiður Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. Hún segir Easy Jet og Norweigan vera á meðal þeirra flugfélaga sem sýnt hafa Akureyri áhuga en staðestir að fleiri erlend flugfélög séu í sigtinu.
Hún vonast til þess að viðræður gangi hratt fyrir sig. Við erum að vonast til þess að það verði hægt að hefja millilandaflug strax næsta sumar en það er ómögulegt að staðfesta það.
throstur@vikudagur.is
Nánar er fjallað um málið og rætt við Arnheiði í prentútgáfu Vikudags