Fæðingin gekk eins og í sögu og við fengum heilbrigða og fallega stúlku, segir Fjóla Björk Gunnlaugsdóttir á Akureyri. Hún og unnusti hennar, David Nyombo frá Tansaníu, eignuðust sitt fyrsta barn mánudaginn 3. mars á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Stúlkan var 15 merkur og 51 cm og hefur fengið nafnið Adríana Valný Nyombo, en Valný er í höfuðið á móðir Fjólu. Þau Fjóla og David segja stúlkuna líkjast föðurætt sinni. Já, hún er alveg eins og pabbi hennar, en ég á nú eitthvað smá í henni, segir Fjóla og hlær.
Hissa á viðtökunum
Fjóla og David vöktu landsathygli eftir að Vikudagur birti ítarlegt viðtal við þau nýverið en þar kom m.a. fram að David væri tvöfaldur Herra Afríka. Þau segja viðtökurnar í fjölmiðlum hafa komið þeim verulega á óvart og hefur David m.a. verið stoppaður í Bónus eftir viðtalið. Fólk er spyrja mig hvort ég sé maðurinn sem hefur verið í öllum blöðum, segir hann og brosir.
Nánar um þetta í prentútgáfu Vikudags.