Það var mikið líf og fjör á Akureyri í gær og í dag, í tengslum við sjómannadaginn og 50 ára afmæli Minjasafnsins á Akureyri. Sjómenn efndu til hátíðarinnar Einn á báti á útivistarsvæðinu að Hömrum í gær og bryggjustemmning var í Sandgerðisbót í gærmorgun. Í dag, sjómannadag, var svo hefðbundin sjómannadagskrá við Menningarhúsið Hof, m.a. kappróður. Við Minjasafnið var dagskrá báða dagana, þar sem andi frá 1962 var allsráðandi. Hinn aldagamli garður safnsins fylltist tónum og fiðringur færðist í fæturna. Myndirnar tala sínu máli.