Gunnsteinn þekkir ánna mjög vel og hefur oft gefið veiðimönnum góð ráð um veiðistaði og veiðiaðferðir.
Gunnlaugur er mikill veiðirefur og fara margar sögur af fengsæld hans í ánni. Svarfaðadalsá er mjög vanmetin sem veiðiá en er
þó tvímælalaust ein af veiðiperlum Eyjafjarðar. Ekki skemmir fyrir að hún er mjög ódýr valkostur enda kosta dagsleyfi þar
aðeins 2-4 þúsund krónur.
Sumarið 2008 veiddust þar um 400 bleikjur (stærst 2,4 kg) og 43 urriðar (stærst 3,1 kg). Allir eru velkomnir á kynninguna - aðgangur er ókeypis
en boðið verður upp á kaffi og meðlæti.