Lesið upp úr nýjum ljóðabókum á Amtsbókasafninu

Oft vilja ljóð lenda undir í umfjöllun um jólabækurnar og vill Amtsbókasafnið bæta úr því. Á morgun, þriðjudaginn 15. desember kl. 17:15, koma tveir kunnir einstaklingar á Amtsbókasafnið á Akureyri og lesa upp úr nýjum ljóðabókum sínum. Þetta eru þeir Bragi V. Bergmann og Eyþór Árnason.  

Bók Eyþórs heitir Hundgá úr annarri sveit og hlaut hann nýverið bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir handritið að þessari bók. Dómnefnd sagði m.a. um bókina: "Það er gnægð af skemmtilegri hugsun og hugmyndum í þessari ljóðabók."
Bragi V. Bergmann er þekktur hagyrðingur, en nú birtast í fyrsta sinn á bók nokkrar limrur eftir hann. Bóken er hvalreki fyrir þá sem unna skemmtilegum kveðskap, og meðal yrkisefnis er bankahrun, framhjáhald, lauslæti, drykkjuskapur, bjartsýni, stjórnmál og margt fleira.
Ljóðaunnendur ættu því alls ekki að láta þennan upplestur framhjá sér fara.

Nýjast