Ríkisstjórnin hefur ákveðið að flýta framkvæmdum við lengingu flugbrautarinnar á Akureyri og er stefnt að því að framkvæmdum verði lokið haustið 2008. Um er að ræða 500 metra lengingu. Þetta þýðir að verkinu er flýtt um eitt ár og er aðgerðin ein af svokölluðum „mótvægisaðgerðum" vegna skerðingar þorskkvótans. Flugbrautin er nú tæplega 2000 metra löng en lengist sem fyrr sagði um 500 metra. Þá verða gerð öryggissvæði meðfram brautinni og við enda hennar. Eitt enn, og það sem skiptir ekki hvað síst máli, er að kaupa á og setja niður við völlinn fullkomnustu flugleiðsögutæki sem völ er á og mun það auka mjög á öryggi vallarins og koma í veg fyrir að fella þurfi niður flug í mörgum tilvikum.