Leikur Vals og Akureyrar í beinni á Greifanum

Leikur Vals og Akureyrar Handboltafélags í N1- deild karla sem fram fer í Vodafonehöllinni annað kvöld, fimmtudag, verður sýndur í beinni útsendingu á sporttv.is og ætlar veitingahúsið Greifinn að skapa aðstöðu fyrir fólk til þess að koma saman og fylgjast með leiknum.

Greifinn mun sýna leikinn á þremur breiðtjöldum á efri hæðinni og mun bjóða upp á spennandi pakki á afar hóflegu verði, leikurinn ásamt pizzahlaðborði og 0,5 lítra gosglasi á 1.200 kr. fyrir 12 ára og eldri, 500 kr. fyrir 6-12 ára og frítt fyrir 5 ára og yngri.

Það er því upplagt fyrir handboltaáhugafólk að fjölmenna á Greifann með fjölskylduna, gæða sér á ljúffengri pizzu og skapa góða stemmningu yfir leiknum sem hefst kl. 18:30 annað kvöld.

Nýjast