Leikfangabílasafn með á annað þúsund bílum

„Síðan ég byrjaði að safna hefur mig langað til þess að hafa þetta til sýnis á einhverjum stað,“ seg…
„Síðan ég byrjaði að safna hefur mig langað til þess að hafa þetta til sýnis á einhverjum stað,“ segir Sigurvin.

Bílasafnið n-sex hefur opnað í gallery Vallá Austursíðu 2 á Akureyri. Í safninu eru um 1.200 bílar og tæki. Elsti bíllinn er frá árinu 1923 og einnig er tindáti frá árinu 1907. Safnið er í einkaeigu Sigurvins Jónssonar og sona hans, Arnar og Ara. Söfnun hefur staðið yfir í 12 ár, þó nokkrir gripir séu frá barnæsku safnstjóra. Uppistaðan er frá Corgi og Matchbox og má sjá fyrstu bílana hjá framleiðendum. Eins eru í safninu gersemar frá Tekno, sem er danskur framleiðandi. Vikudagur kíkti á safnið hjá Sigurvini og sonum og nálgast má viðtal og myndir af safninu í prentútgáfu blaðsins.

Nýjast