Leik Þórs og FH frestað

Búið er að fresta leik Þórs og FH sem fara átti fram í dag á Þórsvelli í Pepsi-deild karla í knattspyrnu um sólarhring. Öllu innanlandsflugi hefur verið aflýst í dag vegna gossins og því ná FH-ingar ekki norður í tæka tíð. Einnig hefur völlurinn verið í slæmu ástandi og ekki hjálpaði til að það snjóaði á Akureyri í nótt og hiti við frostmark. Samkvæmt heimasíðu KSÍ fer leikurinn fram annað kvöld, mánudaginn 23. maí, kl. 19:15 á Þórsvelli.

Nýjast