Á síðasta aðalfundi Bifreiðastöðvar Oddeyrar var því mótmælt harðlega að loka Listagilinu og göngugötunni á Akureyri, „í tíma og ótíma, án samráðs við hagsmunaaðila eins og leigubílstjóra sem þurfa að komast að hótelum og gistiheimilum. Við sjáum ekki hvað umferð leigubíla trufli listasýningar,“ eins og segir í fundargerð félagsins. Þegar um opnanir og aðra stóra viðburði er að ræða í Listagilinu er oftast lokað fyrir bílaumferð. Hópur fólks með aðstöðu í Listagilinu vill að bærinn loki götunni fyrir bílaumferð í mánuð yfir sumartímann. Lengri frétt um málið má nálgast í prentútgáfu Vikudags.
-Vikudagur, 12. febrúar