Hildur Eir Bolladóttir, prestur í Akureyrarkirkju, hefur vakið athygli fyrir hispurlaus skrif um sínar lífsskoðanir, trúmál og ýmislegt fleira. Hún er alin upp í Laufási, er dóttir fyrrum vígslubiskups og segist sennilega hafa fengið einhvers kona köllun að gerast prestur. Hildur Eir hefur glímt við kvíðaröskun frá unglingsaldri og mun snemma á næsta ári gefa út bók um veikindin þar sem hún leggur öll spilin á borðið.
Blaðamaður Vikudags settist niður með Hildi og spjallaði við hana um trúna, prestsstarfið og hvernig hún hefur tekist á við sjúkdóminn á opinskáan hátt en viðtalið má nálgast í prentútgáfu blaðsins.