Leggjast alfarið gegn fækkun bílastæða

Séð yfir miðbæ Akureyrar. Mynd/Hörður Geirsson
Séð yfir miðbæ Akureyrar. Mynd/Hörður Geirsson

Miðbæjarsamtökin á Akureyri mótmæla því að bílastæðum í miðbænum fækki frá því sem nú er. Breyting á deiliskipulagi var auglýst frá 22. desember 2015 með athugasemdafresti til 3. febrúar 2016 en nýtt deiliskipulag gerir ráð fyrir fækkun bílastæða.

Í bréfi frá Miðbæjarsamtökunum, sem stílað er á skipulagsstjóra bæjarins, er alfarið lagst gegn því að bílastæði í miðbænum fækki. Lengri frétt um málið má nálgast í prentútgáfu Vikudags en þar er rætt við Aðalstein Árnason formann Miðbæjarsamtaka Akureyrar.

-Vikudagur, 18. febrúar

Nýjast