Bæjarráð Akureyrar samþykkti á fundi sínum í morgun tímakaup unglinga í Vinnuskóla Akureyrarbæjar í sumar.
Niðurstaðan varð sú að 14 ára ungmenni, í 8. bekk, fá 359 kr. á tímann, 15 ára ungmenni, í 9. bekk, fá 410 krónur
og 16 ára ungmenni, í 10. bekk, fá 539 krónur á tímann. 10,17% orlof er innifalið.