Langt sjúkraflug til Grænlands

Í gær kom beiðni til Slökkviliðs Akureyrar um sjúkraflug til AASIAT á vesturströnd Grænlands og sækja þangað tvo sjúklinga og flytja þá til Reykjavíkur. Sjúkraflugvél Mýflugs fór í loftið um kl: 17:33 með sjúkraflutningamann frá SA og lækni. Flogið var beint til AASIAT sem er um 520 km norðan við NUUK.  

Heildartími ferðarinnar var rétt tæpir 12 tímar og þar af  milli 6-7 tímar á flugi en vélin lenti aftur á Akureyri um kl: 05:00 í morgun. Sjúkraflug á vegum liðsins eru orðin 132 og flogið hefur verið með 148 sjúklinga það sem af er árinu.

Nýjast