Landspítalamálið kynnt á Akureyri

Landssamtök lífeyrissjóða og Landspítali efna til sameiginlegs kynningarfundar um viljayfirlýsingu lífeyrissjóða og heilbrigðisráðherra varðandi nýjan Landspítala á Hótel KEA á Akureyri á fimmtudaginn kemur, 12. nóvember, kl. 16:00. Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra ávarpar samkomuna.  

Þeir sem kynna stöðu spítalamálsins og svara fyrirspurnum þar að lútandi verða Arnar Sigurmundsson, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, Ólafur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Stafa lífeyrissjóðs, Ingólfur Þórisson, framkvæmdastjóri eignasviðs Landspítala, og Jóhannes Gunnarsson, læknisfræðilegur verkefnastjóri á Landspítala. Fundurinn er öllum opinn.

Nýjast