Landsmót 50 ára og eldri haldið á Hvammstanga

Á stjórnarfundi Ungmennafélags Íslands var samþykkt að fyrsta Landsmót UMFÍ 50+ verði haldið á Hvammstanga í umsjá Ungmennasambands Vestur Húnvetninga dagana 24.-26. júní í sumar.

UMFÍ auglýsti eftir mótshaldara til að sjá um undirbúning og framkvæmd á fyrsta Landsmóti UMFÍ 50+ og bárust tvær umsóknir, frá USVH og HSK.

Mótið er sérstaklega ætlað einstaklingum 50 ára og eldri. Framkvæmd mótsins verður í höndum Ungmennafélags Íslands og USVH í samstarfi við sveitarfélagið Húnaþing vestra. Samstarfsaðilar eru Félag áhuga fólks um íþróttir aldraðra, FÁÍA, og Landssamband eldri borgara.

Nýjast