Landsbankinn á Akureyri hefur endurnýjað samstarfssamninga við þrjú íþróttafélög á Akureyri, Golfklúbb Akureyrar, Knattspyrnudeild KA og Knattspyrnudeild Þórs. Samningar þess efnis voru undirritaðir í byrjun maí í útibúi bankans við Ráðhústorg. Í tilkynningu segir að Landsbankinn sé virkur í stuðningi við fjölbreytt samfélagsverkefni á Akureyri. Bankinn er bakhjarl nokkurra öflugra íþróttafélaga bæði sumar- og vetraríþrótta.
Samningarnir við íþróttafélögin þrjú eru mjög þýðingarmiklir fyrir okkur hér á Akureyri. Við viljum leggja lóð okkar á vogarskálar til að efla starf félaganna þannig að þau nái góðum árangri, segir Arnar Páll Guðmundsson, útibússtjóri Landsbankans á Akureyri.