Við viljum að Eiríkur Björn Björgvinsson verði áfram bæjarstjóri á Akureyri, það er yfirlýst stefna L-listans. Eiríkur Björn hefur staðið sig vel og ný könnun sýnir að bæjarbúar kunna vel að meta hans störf. Þetta er flottur drengur og við eigum hiklaust að ráða hann til áframhaldandi starfa, segir Matthías Rögnvaldsson nýr oddviti L-listans á Akureyri.
Fjóra bæjarfulltrúa
Ég reyni yfirleitt að vera raunsær og forðast að festa mig við hluti sem ganga hugsanlega ekki upp. Við áttum okkur á því að L-listinn fær varla hreinan meirihluta aftur í bæjarstjórn, við stefnum hins vegar ótrauð á fjóra bæjarfulltrúa. Landslagið hefur tekið miklum breytingum á kjörtímabilinu, það er bara þannig. Annars hugnast mér almennt ekki að skipta bæjarfulltrúum í tvo hópa, minnihluta og meirihluta. Aðalatriðið er að ná breiðri sátt um mikilvæg mál, slík leið er heillavænleg að mínu áliti og skilar bestum árangri.
Ítarlega er rætt við Matthías í prentútgáfu Vikudags