L-listinn, listi fólksins, hefur þá sérstöðu í bæjarpólitíkinni að hann á uppruna sinn hjá fólkinu í bænum, hjá almenningi, sem vill láta til sín taka í nærumhverfinu. Hjá honum er það fólkið sem skapar stefnuna en tekur ekki við fyrirfram mótuðum hugmyndum og stefnu annarsstaðar frá. Það er fjöldi fólks sem hefur áhuga á stjórn bæjarfélagsins og fjöldi fólks sem hefur áhuga, skoðanir og lausnir, segir ennfremur í fréttatilkynningunni. Oddur Helgi Halldórsson hefur verið oddviti L-listans í bæjarstjórn Akureyrar frá upphafi.