Kynning á nýju deiliskipulagi miðbæjar Akureyrar

Kynning á nýju deiliskipulagi fyrir austurhluta miðbæjar Akureyrar fer fram  í Brekkuskóla laugardaginn 20. febrúar. Kynningarfundurinn verður frá kl. 13.30 til 15.00. Bæjaryfirvöld, skipulagshönnuðir frá Greame Massie Architects og aðrir ráðgjafar munu kynna skipulagstillögunina og svara fyrirspurnum.

Á fundinum verður m.a. leitað svara spurningum á borð við þessar:

  • Af hverju þarf deiliskipulag af miðbænum? Er þörf á breytingum?
  • Hverjar eru lykiláherslur skipulagsins?
  • Hvaða breytingar eru fyrirhugaðar á Glerárgötu?
  • Hvernig eru bílastæðamál leyst?
  • Hvar og hvað er fyrirhugað að byggja?
  • Af hverju síki og vatnasvæði?
  • Er kostnaðurinn ekki of mikill í ljósi efnahagsástandsins?

Boðið verður upp á gönguferð um miðbæinn í lok fundar.

Nýjast