Kynbundinn launamunur tæplega 14% hjá félagsmönnum Einingar-Iðju

Mynd úr safni. Mynd/Þröstur Ernir
Mynd úr safni. Mynd/Þröstur Ernir

Í launakönnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Einingu-Iðju, fjölmennasta stéttarfélags í Eyjafirði, mældust karlar með 8,8% hærri laun en konur miðað við dagvinnu. Kynbundinn launamunur er 11,5%. Þegar heildarlaunin eru skoðuð eru karlar með 24,1% hærri laun en
konur. Kynbundinn launamunur er 13,9%. Þetta kemur fram í grein sem Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar­Iðju, ritar í nýjasta tölublað Vikudags.

„Þetta eru tölur sem launafólk getur ekki sætt sig við. Kynbundinn launamunur á ekki að eiga sér stað og mun Eining-­Iðja leita allra leiða til að
leiðrétta þennan mun,“ segir Björn. Fram kemur í könnunni að dagvinnulaun, miðað við fullt starf, hafi hækkað um 12% á milli ára. Hjá körlum hækkuðu heildarlaunin um 9,1%, miðað við árið 2014, og 6,1% hjá konum. Ástæða hækkunarinnar má fyrst og fremst rekja til nýrra kjarasamninga.

Launakönnun Einingar-­Iðju í ár var gerð í október og nóvember og voru svarendur 729, 45,2% karlar en 54,8% konur.

Nýjast