Kvenfélögin burðarstólpar í samfélaginu við Öxarfjörð

Fulltrúar kvenfélaganna í Öxarfirði með einn skjávarpanna, þær Ásta Helga Viðar, Kvenfélaginu Stjörn…
Fulltrúar kvenfélaganna í Öxarfirði með einn skjávarpanna, þær Ásta Helga Viðar, Kvenfélaginu Stjörnunni, Sigurfljóð Sveinbjörnsdóttur, Kvenfélagi Kelduhverfis og Ann-Charlotte Fernholm, Kvenfélagi Öxarfjarðar, ásamt Guðrúnu skólastjóra og nokkrum ungmennum. Mynd: Kristján Ingi Jónsson.

 

Þann 1. febrúar var dagur kvenfélaganna á Íslandi. Í áraraðir hafa kvenfélögin í hinu dreifbýla og víðfeðma samfélagi við Öxarfjörð  látið gott af sér leiða. Að sögn Guðrúnar S. Kristjánsdóttur, skólastjóra Öxarfjarðaskóla,  hafa kvenfélögin í skólasamfélagi Öxarfjarðarskóla látið sér annt um skólastarfið í gegnum árin og sýnt skólanum stuðning á margan hátt m.a. gert  honum kleyft  að eignast búnað sem annars væri erfitt að setja fjármagn í.

“Nú síðast þennan vetur hafa kvenfélögin hér gert okkur mögulegt að kaupa skjávarpa í kennslustofu unglingastigs, miðstigs og yngsta stigs og við kunnum Kvenfélaginu Stjörnunni, Kvenfélagi Öxarfjarðar og Kvenfélagi Kelduhverfis, bestu þakkir fyrir þennan höfðinglega stuðning. Þetta gerir okkur auðveldara að miðla kennsluefni á rafrænu formi til nemenda, t.d.  fræðslumyndum og fleira.

Félagasamtök sem kvenfélögin okkar og björgunarsveitirnar, eru samfélaginu okkar ómetanleg. “Segir Guðrún Kristjánsdóttir. JS

Nýjast