Eins og fram hefur komið leit út yfir að ekkert yrði af flugeldasýningu þetta árið, þar sem ekki höfðu fengist aðilar til að standa straum af kostnaði við hana. Áhugamannafélagið Vinir Akureyrar gekk í málið og verður sýningin í kvöld í boði félagsins, með stuðningi fjölmargra fyrirtækja innan þess. Innan Vina Akureyrar eru m.a. fyrirtæki í ferðaþjónustu, verslun og veitingasölu en yfirlýst markmið félagsins er að auka straum ferðamanna til Akureyrar. Fjölmargir gestir eru á Akureyri yfir jól og áramót og er skíðafólk þar í meirahluta. Um 1200 manns voru á skíðum í Hlíðarfjalli í fyrradag og um 1300 manns í gær og er aðkomufólk stór hluti gesta.