Kuldakast staðið yfir í þrjá mánuði

Ferðafólk á Akureyri er gjarnan vel klætt og með húfu á hausnum þessa dagana. Mynd/Margrét Þóra.
Ferðafólk á Akureyri er gjarnan vel klætt og með húfu á hausnum þessa dagana. Mynd/Margrét Þóra.

Kuldakastið sem hófst á sumardaginn fyrsta hefur nú staðið yfir í þrjá mánuði, fyrstu 13 vikur sumars að fornu tali að því er fram kemur í bloggi Trausta Jónssonar og ekki útlit fyrir miklar breytingar framundan.  Ólíku er saman að jafna yfirstandandi sumri og sumrinu 2014 þegar vel viðraði. Hrapið er mikið segir Trausti og þarf að leita allt aftur til ársins 1981 og 1983 til að finna að finna svipaðan kulda og nú, en mun kaldara var 1979. Meðalhiti á Akureyri frá því í byrjun júlí og fram yfir miðjan mánuð var 8,96 stig og hefur 6 sinnum verið kaldara fyrrihluta júlímánaðar síðastliðin 67 ár.

Nýjast