Auk þess koma fram fjórir nemendur Kristjáns, sem allir hafa mikla hæfileika að mati kennarans. Þeirra á meðal er Akureyringur, sem Kristján telur að eigi eftir að koma heimamönnum verulega á óvart. Fiðlusnillingurinn Hjörleifur Valsson stjórnar hljómsveitinni. Kristján og félagar sungu í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ um síðustu helgi við mikinn fögnuð áheyrenda, en klassiskir tónleikar hafa sjaldan verið jafn vel stóttir í Reykjanesbæ. Kristján segir hljómburðinn í nýju Hljómahöllinni stórkostlegan; þar sé gaman að syngja. Vonandi takist eins vel til í nýju menningarhöllinni á Akureyri, sem fengið hefur nafnið Hof. Menningarhöllin verður vígð í haust og segir Kristján það mikið tilhlökkunarefni. Með tilkomu Hofs þurfi vonandi ekki oftar að breyta íþróttahöllum Akureyringa í tónleikahallir, eins og gert hefur verið með ærinni fyrirhöfn og tilkostnaði á undanförnum áratugum. Það eru félagar í Knattspyrnufélagi Akureyrar, sem sjá um að gera KA-heimilið að vistlegri tónleikahöll fyrir tónleikana á laugardaginn.
Forsala aðgöngumiða er á miði.is, í Eymundsson við Hafnarstræti. Einnig verður miðasala í KA-heimilinu frá hádegi tónleikadaginn.