Eins og nýlega var greint frá í Vikudegi var Kristján Kristjánsson, dagskrárgerðarmaður á N4, ráðinn sem rit- og framkvæmdastjóri hjá Vikudegi. Eftir að samningar um ráðninguna voru undirritaðir kom í ljós að Kristjáni reyndist ekki unnt að taka að sér starfið af persónulegum ástæðum. Vikudegi þykir miður að svo fór en því miður var ekkert við því að gera og mun nýr ritstjóri ráðinn að blaðinu á næstunni. Nokkrir aðilar hafa sett sig í samband við blaðið og búist við að fleiri geri það á næstunni en blaðstjórn mun ganga frá ráðningunni innan tíðar.