Kristín Kristjánsdóttir varð Evrópumeistari í fitness í flokki 45 ára eldri á Evrópumeistaramótinu í fitness og vaxatarrækt sem fór fram á Spáni á dögunum. Kristín er fyrst kvenna hér á landi til þess að ná þessum árangri í fitness. Jóna Lovísa Jónsdóttir hafnaði í öðru sæti í sama flokki. Fleiri keppendur frá Akureyri gerðu það gott á Evrópumótinu því Elva Katrín Bergþórsdóttir nældi sér í silfurverðlaun í módelfitness og Sigurkarl Aðalsteinsson hafnaði í þriðja sæti í vaxtarrækt í flokki 50-60 ára undir 80 kg.