Oddur Helgi Halldórsson bæjarfulltrúi L-listans og formaður bæjarráðs Akureyrar hefur sent frá sér athugasemd vegna umfjöllunar Kastljóss 16. maí síðastliðinn, um L-listann, lista fólksins. Hann segist hafa orðið var við, illu heilli, að ákveðins misskilnings gæti vegna orða sem hann aðspurður lét falla í þættinum, þar sem fjallað var um L-listann. Persónulegar árásir á mig og fjölskyldu mína áttu sér engan veginn stað í síðustu kosningabaráttu, 2010, heldur er um mun eldra mál að ræða. Kosningabaráttan 2010 var að mínu áliti, heiðarleg, málefnaleg og sanngjörn. Kosningabaráttan 2010 var öllum frambjóðendum og framboðum til sóma, segir Oddur Helgi.