Kosið um sameiningu Hörgár- byggðar og Arnarneshrepps

Íbúar í Hörgárbyggð og Arnarneshreppi kjósa um sameiningu  sveitarfélagana tveggja í dag, laugardag. Kjörfundur hófst kl. 10 í morgun og stendur til kl. 20.00 í kvöld í báðum sveitarfélögum. Íbúar Hörgárbyggðar kjósa í Hlíðarbæ en íbúar Arnarneshrepps í Leikhúsinu á Möðruvöllum.  

Þann 1. desember sl. voru íbúar Arnarneshrepps 177 og íbúar Hörgárbyggðar 429. Verði sameiningin samþykkt verður íbúafjöldinn í sameinuðu sveitarfélagi ríflega 600 manns. Samvinna þessara sveitarfélaga er mjög mikil í dag og tengist helst rekstri íþróttamiðstöðvarinnar og grunnskólans á Þelamörk og leikskólans Álfasteins.

Nýjast