Kosið um katta- og hundahald í Grímsey í vor

Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti á fundi sínum í gær, með 8 samhljóða atkvæðum, að kosið verði um bann við katta- og hundahaldi í Grímsey þann 29. maí nk. Fyrir fundinn barst ályktun hverfisráðs Hríseyjar þar sem fram kemur að Hríseyingar telja ekki ástæðu til að kjósa um málið.  

Dýrleif Skjóldal, Hjalti Jón Sveinsson og Oddur Helgi Halldórsson sátu hjá við afgreiðslu málsins. Framkvæmdaráð Akureyrar hafði lagt til á fundi sínum nýlega, að samfara sveitarstjórnarkosningunum í vor yrði kosið um bann við katta- og hundahaldi í Grímsey og Hrísey.

Nýjast