Kóraslóð í miðbæ Akureyrar á morgun laugardag

Það verður hátíðlegt stemmning í miðbæ Akureyrar á morgun laugardag þegar félagar úr eftirfarandi kórum; Kirkjukór Akureyrarkirkju, Kirkjukór Glerárkirkju, Karlakór Akureyrar,-Geysi, Kvennakór Akureyrar og Kvennakórnum Emblu, mynda kóraslóð frá klukkan 14. 30 - 17.00 víðsvegar um miðbæinn, þar sem hver kór  syngur í hálftíma.    

Upplagt er að byrja á að fylgjast með félögum úr Kirkjukór Akureyrar þar sem þeir hefja upp raust sína við Bláu könnuna og fylgja svo kóraslóðinni sem endar með söng Kvennakórsins Emblu klukkan 16. 30 við jólatréð á Ráðhústorgi, þar sem jólakötturinn mun fylgjast grannt með.

Á sunnudag kl. 17.00 verða Jólatónleikar Kórs Glerárkirkju haldnir í kirkjunni. Fram koma auk Kórs Glerárkirkju, Karlakór Akureyrar-Geysir og söngvarinn Magni Ásgeirsson. Aðagangur er ókeypis og allir velkomnir. Nánari upplýsingar um dagskrá Aðventuævintýris á Akureyri er að finna á vefnum www.visitakureyri.is

Nýjast