"Margir hafa á síðustu vikum veitt slagorðinu Konur til forystu athygli á samskiptamiðlum, sem og öðrum miðlum. Slagorðinu er ætlað að hvetja þá sem standa að framboðum til sveitarstjórnarkosninga til að skipa konur í forystusæti til jafns á við karla. Slagorðið á svo að sjálfsögðu við á fleiri sviðum, eins og í atvinnulífinu. Á öðrum sviðum þurfa karlar hins vegar hvatningu til dáða en geymum það að sinni," skrifar Líneik Anna Sævarsdóttir alþingismaður Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi í grein í Vikudegi.