Konur ekki meðal þeirra tekjuhæstu

Engin kona er á listanum yfir þá 10 sem greiða hæstu gjöldin á Norðurlandi eystra og það sama er uppi á tengingnum þegar horft er einungis á þá sem greiða mest á Akureyri, engin kona kemst á þann lista. Reyndar er það svo að þegar horft er á lista yfir 155 tekjuhæstu einstaklinga á Akureyri að einungis 6 konur komast þar inn. Sú sem kemst hæst á listanum er Andrea Elísabet Andrésdóttir læknir en hún er í 27. sæti yfir þá tekjuhæstu í bænum. Í Vikudegi sem kom út í gær er birtur listi yfir þá 155 Akureyringa sem greiða yfir 1,2 milljónir króna í útsvar.

Nýjast