Konur einoka bæjarstjórnina

Í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna til Alþingis hefur verið ákveðið að eingöngu kvenbæjarfulltrúar sitji og stýri bæjarstjórnarfundi Akureyrarbæjar í dag, þriðjudaginn 16. júní kl. 16.00. Þær konur sem hafa verIð bæjarfulltrúar á Akureyri í gegnum tíðina eru hvattar til að koma í bæjarstjórnarsalinn og hlýða á fundinn. Eftir fund, um kl. 19.30, munu kvenbæjarfulltrúarnir hittast með forverum sínum, borða saman, ræða pólitíkina og gleðjast.

Nýjast