Konan sem sigraði karlana

Halldóra Vilhjálmsdóttir, þriggja barna móðir og leikskólakennari í Eyjafjarðarsveit, varð á dögunum fyrsta konan í 41 árs sögu Bílaklúbbs Akureyrar til að vera valin akstursíþróttamaður ársins en félagið er það fjölmennasta sinnar tegundar á landinu. Halldóra segir mótorsport ekki vera karlaíþrótt og vonast til þess að með útnefningunni sé hún að ryðja veginn betur fyrir konur sem hafa áhuga á akstursíþróttum.

Vikudagur settist niður með Halldóru og spjallaði við hana um mótorsportið, staðalímyndir og ýmislegt fleira en nálgast má viðtalið í prentúgáfu blaðsins.

Nýjast