Komandi ár verður erfitt að mati formanns Einingar-Iðju

"Svæðið er mjög brothætt og atvinnuleysi hefur aukist gríðarlega síðustu vikur," segir Björn Snæbjörnsson formaður Einingar-Iðju, en nú eru um 960 manns á Norðurlandi eystra án atvinnu, þar af eru karlar tæplega 600 talsins.   

"Við verðum mjög mikið vör við að atvinnurekendur reyna í lengstu lög að komast hjá því að segja upp fólki og margir fara þá leið að minnka starfshlutfall sinna starfsmanna sem þá fá atvinnuleysisbætur á móti.  Það er býsna mikið um að sú leið er farin og hún er mun betri en að grípa til uppsagna.  Ég hvet menn mjög eindregið til að skoða þennan möguleika," segir Björn.  Fjölmargar uppsagnir frá því í haust munu taka gildi um mánaðamótin janúar febrúar.  "Það er alveg ljóst að komandi ár verður erfitt, á því er enginn vafi," segir hann.

Nýjast