Fulltrúar Knattspyrnudómarafélags Norðurlands, Aðalsteinn Tryggvason og Bergvin Fannar Gunnarsson, komu færandi hendi með ágóða aðgangseyris frá úrslitaleik Kjarnafæðimótsins og afhenti lyflækningadeild SAk 300.000 krónur.
Á móti styrknum tóku f.h. SAk, þær Þóra Ester Bragadóttir og Sólveig Hulda Valgeirsdóttir. Fjármunirnir verða nýttir á stofum fyrir líknandi meðferðir og verða m.a. keyptir hlutir til að bæta aðbúnað fyrir aðstandendaherbergi.
Heimasíða SAk. sagði frá