26. desember, 2009 - 18:34
Kjöri Íþróttamanns Þórs 2009 verður lýst á opnu húsi í Hamri á morgun, sunnudaginn 27. desember. Dagskráin hefst
kl. 14 og stendur til kl. 16. Þar verða heiðursmerki Þórs afhent, landsliðsfólks félagsins kynnt og verðlaunað, ræðumaður dagsins
flytur ávarp, annáll verður fluttur og látinna félaga minnst. Boðið verður upp á veitingar og eru allir velkomnir.