Kjördæmisráð VG lýsir stuðningi við störf ráðherra flokksins

Aðalfundur Kjördæmisráðs Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Norðausturkjördæmi, sem haldinn var í Mývatnssveit um helgina lýsir yfir ánægju sinni með að flokkurinn skyldi ganga til stjórnarsamstarfs við Samfylkinguna eftir alþingiskosningar á síðasta vori.   

Jafnframt lýsir fundurinn yfir fyllsta stuðningi við störf ráðherra flokksins.  Fundurinn beinir þeim eindregnu tilmælum til þingflokks Vinstri grænna að hann standi einhuga að baki ráðherranna við erfið verkefni þeirra.

Nýjast