Þegar sonur hennar lést í bílslysi langt fyrir aldur fram ákvað Vilborg Arnarsdóttir að halda gömlu draumi til streitu um að opna fjölskyldugarð í Súðavík. Garðurinn nefnist Raggagarður í höfuðið á Ragnari Vestfjörð heitnum, syni Vilborgar. Hugmyndina að garðinum fékk Vilborg þegar hún fór í fjölskylduferð í Kjarnaskóg fyrir um tuttugu og tveimur árum.
Síðastliðið vor fékk Vilborg afhentan Landstólpinn frá Byggðastofnun fyrir framtakið og segir hún Raggagarð dæmi um að hægt sé að láta draumana rætast. Ítarlegt viðtal við Vilborgu má nálgasta í prentútgáfu Vikudags.